Fagnar afmælisdeginum í meðferð

Rob Ford er í meðferð.
Rob Ford er í meðferð. AFP

Rob Ford, hinn lit­skrúðugi borg­ar­stjóri Toronto í Kan­ada, á af­mæli í dag. Hann er á meðferðastofn­un vegna áfeng­is­fíkn­ar, að eig­in sögn, og mun því fagna af­mæl­inu þar.

Ford er 45 ára í dag. Hann tók sér leyfi frá störf­um til að fara í meðferð og nú er ljóst að hann mun ekki snúa aft­ur fyrr en eft­ir um 4-5 vik­ur að sögn bróður hans, borg­ar­full­trú­an­um Doug Ford. Ford er í end­ur­kjöri og mun því demba sér af krafti í kosn­inga­bar­átt­una er hann lýk­ur meðferðinni. 

Á mánu­dag fóru fram kapp­ræður í sjón­varpi með öll­um fram­bjóðend­um til borg­ar­stjóra - fyr­ir utan Ford. Bróðir hans seg­ir það hafa verið „skrípaleik“.

„All­ir sem ég hef talað við segja að þetta hafi bara verið skrípaleik­ur. Kosn­inga­bar­átt­an byrj­ar ekki fyrr en hann snýr aft­ur.“

Hann seg­ir bróðir sinn nýj­an og betri mann. „Þið munuð sjá nýj­an Rob Ford,“ seg­ir Doug Ford sem heim­sótti bróðir sinn á meðferðar­stofn­un­ina ný­lega.

Frétt Toronto Star.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert