Þrír verði dæmdir í lífstíðarfangelsi

Saksóknarar í Moskvu fóru í gær fram á að þrír menn sem hafa verið dæmdir fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaja, verði dæmdir í lífstíðarfangelsi. 

Anna Polit­kovskaja var blaðakona á Novaja Gazeta þar sem hún hafði ein­beitt sér að Tétsn­íu­stríðinu árin áður en hún var myrt í októ­ber 2006. Polit­kovskaja var einn kunn­asti rann­sókn­ar­blaðamaður Rúss­lands og harður gagn­rýn­andi Vla­dímírs Pútíns, for­seta lands­ins.

Fjölskylda Polit­kovskaja og stuðningsmenn hafa fagnað dómi yfir fimmmenningunum en þau telja ekki nægjanlega langt gengið þar sem ekki hefur enn verið greint frá því hver stóð á bak við morðið.

Mennirnir eru  Tjetsenar en Rustam Makhmudov, var dæmdur sekur um að hafa skotið hana til bana þegar hún kom inn í fjölbýlishúsið sem hún bjó í eftir að hafa verslað í nærliggjandi matvöruverslun. Eins er farið fram á lífstíðarfangelsi yfir frænda hans, lögregluþjóninn fyrrverandi, Sergei Khadzhikurbanov, og þriðja manninum, Lom-Ali Gaitukayev.

Aftur á móti er farið fram á að bræður Makhmudovs, Dzhabrail og Ibragim, verði dæmdir í 19 ára og 15 ára fangelsi fyrir aðild að morðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert