Skutu niður herþyrlu

Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta landsins undanfarna daga.
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta landsins undanfarna daga. AFP

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu niður herþyrlu skammt frá borginni Slaviansk. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að þyrlan hafi verið að fljúga með hermenn á herstöð skömmu áður en hún var skotin niður.

Harðir bardagar hafa geisað undanfarnar vikur í Slaviansk á milli stjórnarhermanna og aðskilnaðarsinnar.

Nýkjörinn forseti Úkraínu, Petro Porosjenkó, hefur heitið því að berjast gegn uppreisninni í austurhluta landsins. Hann segist ætla að taka á „glæpamönnum“ og „morðingjum“ af hörku.

Fram kemur á vef BBC, að þyrlan er sögð hafa verið skotin niður er harðir bardgar stóðu yfir á svæði sem liggur á milli Slaviansk og Kramatorsk í dag. 

Fyrr í þessum mánuði skutu aðskilnaðarsinnar niður tvær þyrlur hersins skammt frá Slaviansk með þeim afleiðingum að tveir létust. 

Átökin hafa stigmagnast í landinu frá því Porosjenkó var kjörinn forseti landsins sl. sunnudag. 

Aðskilnaðarsinnarnir segjast hafa misst um 100 menn sl. mánudag er þeir reyndu að ná flugvellinum í Donetsk á sitt vald, en völlurinn er í um 130 km frá borginni Slaviansk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert