Tyrkneska óeirðarlögreglan beitti táragasi á mótmælendur á Taksim-torg í Istanbúl í dag. Mótmælin voru haldin til að minnast þess að ár er frá því að mótmæli gegn ríkisstjórn landsins hófust af fullum krafti.
Lögreglan lenti í útistöðum við mörg hundruð mótmælendum á torginu sem var miðpunktur mótmælanna fyrir ári. Lögreglan í Ankara notaði bæði táragas og vatn gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman þar.