Árásarmaður handtekinn fyrir tilviljun

00:00
00:00

Til­vilj­un réð því að maður sem hóf skot­hríð í safni gyðinga í Brus­sel náðist í fyrra­kvöld í Marseille á suður­strönd Frakk­lands. Hann hafði komið með rútu frá Amster­dam. Toll­verðir skoðuðu far­ang­ur hans og í ljós komu m.a. 300 skot­hylki, Kalashni­kov-rif­ill og skamm­byssa. 

Mehdi Nemmouche, 29 ára, er fransk­ur rík­is­borg­ari. Hann dvaldi í Sýr­landi í yfir ár og hef­ur lýst skotárás­inni í safn­inu í síðustu viku á hend­ur sér. Játn­ing­una tók hann upp á mynd­band sem hann hafði meðferðis er toll­verðirn­ir gómuðu hann. 

Franski sak­sókn­ar­inn Franço­is Mol­ins seg­ir að maður­inn sé sí­brotamaður og hafi oft komið við sögu lög­reglu. Á mynd­skeiðinu seg­ist hann hafa fest Go-Pro-mynda­vél við bak­pok­ann sinn og ætlað að taka skotárás­ina upp. Það hafi hins veg­ar mistek­ist.

Í staðinn ákvað hann að taka mynd­skeið af þeim vopn­um sem hann notaði í árás­inni. Belg­íski sak­sókn­ar­inn seg­ir að enn sé þó ekki búið að staðfesta að það sé rödd hans sem heyr­ist á mynd­skeiðinu. 

Nemmouche hef­ur fimm sinn­um verið dæmd­ur í fang­elsi. Með tím­an­um gerðist hann öfga­full­ur íslam­isti. 

Nemmouche er fædd­ur í norður­hluta Frakk­lands. Hann dvaldi í Sýr­landi í fyrra í hópi öfga­fullra íslam­ista sem eru þar þátt­tak­end­ur í stríðinu.

Frétt mbl.is: Frakki í haldi vegna árás­ar

Mehdi Nemmouche.
Mehdi Nemmouche. STR
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert