Frakki í haldi vegna árásar

Mynd úr öryggismyndavél sem birt var af manninum.
Mynd úr öryggismyndavél sem birt var af manninum. AFP

Lög­regla í Belg­íu hef­ur hand­tekið mann sem grunaður er um að hafa hafið skot­hríð á safni sem til­einkað er gyðing­um í miðbæ Brus­sel á þriðju­dag. Sam­kvæmt heim­ild­um AFP-frétta­veit­unn­ar er maður­inn frá Frakklandi og teng­ist hann her­ská­um íslam­ist­um í Sýr­landi.

Þrír létu lífið í árás­inni, hjón frá Ísra­el og kona frá Frakklandi. Fjórða fórn­ar­lambið, 24 ára maður frá Belg­íu, ligg­ur al­var­lega slasaður á sjúkra­húsi.

Maður­inn var hand­tek­inn á föstu­dag og var hann með Kalashni­kov-riff­il og byssu í fór­um sín­um. Svipuð skot­vopn voru notuð í árás­un­um. Maður­inn er í haldi lög­reglu, grunaður um morð.

Yf­ir­völd í land­inu höfðu birt mynd úr ör­ygg­is­mynda­vél á safn­inu. Mynd­in sýndi mann með der­húfu og sólgler­augu sem gekk inn á safnið.  Hann sótti sjálf­virk­an riff­il í bak­poka og skaut í gegn­um hurð áður en hann fór inn á safnið. 

Enn leitað að árás­ar­mann­in­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka