Táragasi beitt gegn mótmælendum

Tyrkneska lögreglan beitti táragasi og háþrýstidælum gegn um 500 mótmælendum í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Til harðra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í borginni en um þessar mundir er um ár síðan mótmælin gegn spillingu tyrknesku ríkisstjórnarinnar hófust.

Lítið lát hefur verið á mótmælunum síðan þá.

Fjöldi mótmælenda kom síðan saman í miðborg Ankara í dag, nánar tiltekið á Kizilay-torgið, til að minnast dauða Ethem Sarisuluk, 26 ára Tyrkja, sem lögreglan skaut til bana á þessum degi fyrir einu ári, að því er segir í frétt AFP.

Sarisuluk var einn af átta mótmælendum sem voru myrtir í átökunum á Taksim-torginu í Istanbúl í byrjun júnímánaðar í fyrra.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert