Réttarhöld hófust yfir fimmtán úr áhöfn ferjunnar Sewol sem sökk í apríl hófust í borginni Gwangju í Suður-Kóreu í dag. Enn leita kafarar í flaki ferjunnar en vitað er að 292 fórust í ferjuslysinu þann 16. apríl sl.
Skipstjóri ferjunnar og þrír aðrir háttsettir í áhöfn hennar eru ákærðir fyrir manndráp og gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir.
Þeir sem eru ákærðir komu í réttarsalinn í dag í handjárnum og hlekkjaðir á fótum íklæddir fangabúningum.
Alls voru 476 farþegar um borð í ferjunni Sewol þegar hún sökk. Þar af voru 325 námsmenn. 292 lík hafa fundist en enn er 12 enn saknað. Mikið fjölmenni var við réttarhöldin í dag og meðal þeirra eru foreldrar þeirra ungmenna sem fórust með ferjunni.