Skaut einn til bana og lést sjálfur

Reynolds High School
Reynolds High School

Einn stúdent lét lífið í skotárás í Reynold gagnfræðaskólanum í Oregonríki Bandaríkjanna í dag. Árásarmaðurinn er einnig látinn en ekki hefur verið gefið út hvort hann féll fyrir eigin hendi eða var skotinn af lögreglu.

Maðurinn lét til skara skríða í upphafi skóladags þegar kennslustundir voru að hefjast um klukkan 8. Hann er sagður hafa notað hálfsjálfvirka haglabyssu. Nemendur og kennarar leituðu skjóls undir borðum.

Hrina skotárása hefur átt sér stað undanfarnar vikur í Bandaríkjunum. Þann 23. maí hóf stúdent skotárás á háskólalóð í Santa Barbara í Kaliforníu og drap 6 manns, áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

5. júní drap vopnaður maður einn og særði tvo til viðbótar á háskólalóð í Seattle í Washington-ríki og á sunnudaginn var skaut par í Las Vegas tvo lögreglumenn og einn almennan borgara til bana á pítsastað, og sviptu sig svo lífi í kjölfarið.

Sjá einnig: Skotárás í bandarískum menntaskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert