Skotárás í bandarískum menntaskóla

Reynolds High School
Reynolds High School

Vopnaðir lögreglumenn lokuðu Reynolds-menntaskólanum í Troutdale í Oregonríki í Bandaríkjunum eftir tilkynningu um að hleypt hefði verið af skotum. 

Árásarmaðurinn er að sögn lögreglu látinn og nokkrir eru slasaðir en frekari upplýsingar liggja þó ekki fyrir.

Eiginkona skólastjórans sagðist hafa fengið smáskilaboð frá eiginmanni sínum sem sagði að árásarmaður væri inni í skólanum og að honum hefði verið lokað.

Um sextíu lögreglumenn eru á staðnum og 19 sjúkraliðar.

Lögreglan gaf út yfirlýsingu og bað fólk að koma ekki nálægt skólanum en margir foreldrar eru þó mættir á svæðið.

Í myndum sem sést hafa í sjónvarpi er verið að fylgja nemendum út úr skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka