Sitja í skuldasúpu eftir HM

Suður-Afríkubúar sitja í skuldasúpu eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fór þar í landi árið 2010. Farið var í gríðarlegar dýrar framkvæmdir vegna keppninnar. Byggðir voru fimm nýir íþróttaleikvangar, lestarkerfið var betrumbætt sem og aðrar almenningssamgöngur. Þetta kostaði 3,5 milljarða dala. 

Suður-Afríka er enn skuldum vafin vegna þessara framkvæmda. „Nú sitjum við í mikilli skuldasúpu,“ segir Dale McKinley, ráðgjafi í Suður-Afríku. „Þessir leikvangar eru enn að soga til sín almannafé.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert