Litrík opnunarhátíð á HM

Bandaríski rapparinn Pitbull, brasilíska söngkonan Claudia Leiite og bandaríska söngkonan …
Bandaríski rapparinn Pitbull, brasilíska söngkonan Claudia Leiite og bandaríska söngkonan Jennifer Lopez fluttu opinber lag HM 2014 á opnunarhátíðinni. AFP

Það var sungið og það var dansað að brasilískum sið á litríkri opnunarhátíð Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2014, í borginni Sao Paulo í kvöld. Alls komu 660 dansarar fram og tjáðu ást sína á brasilískri náttúru, menningu og sjálfum fótboltanum auðvitað.

Hápunktur hátíðarinnar var þegar Jennifer Lopez birtist ásamt rapparanum Pitbull og fluttu þau opinber lag heimsmeistaramótsins, „We are One“.

HM veislan er nú hafin en hún mun standa í heilan mánuð og munu landsliðin 32 alls leika 64 leiki áður en úrslit eru ljós. Í opnunarleiknum í kvöld munu gestgjafarnir Brasilíumenn etja kappi við Króata.

Um 60.000 áhorfendur eru á vellinum, en ljóst er að margir sitja heima og óska þess að þeir væru þar. Þar á meðal eru íslenskir tístarar, sem láta ekki sitt eftir liggja í rauntímalýsingum á Twitter:

Opnunarhátíð HM 2014 í Sao Paulo í Brasilíu.
Opnunarhátíð HM 2014 í Sao Paulo í Brasilíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert