Fjarlægðu hálft tonn af ástarlásum

Borgaryfirvöld í París hafa í öryggisskyni fjarlægt þúsundir ástarlása, sem hafa verið hengdir á brýr borgarinnar en ekki verður lagt bann á að festa slíka lása á brýrnar.

Stutt er síðan hand­rið ást­ar­brú­ar­inn­ar frægu, Pont des Arts, hrundi vegna álags­ins af ást­ar­lás­un­um en þúsund­ir elsk­enda víðs veg­ar að fara þangað á hverju ári og inn­sigla ást sína með því að krækja lás með nöfn­um sín­um á hand­riðið og kasta lykl­in­um í Signu til marks um að þeir hafi skilið ást sína eft­ir í Par­ís.

Undanfarna mánuði hafa borgarstarfsmenn fjarlægt hálft tonn af lásum af tveimum brúm í París í öryggisskyni. Borgaryfirvöld hafa ítrekað varað við mögulegu slysi vegna lásanna enda þyngd þeirra töluvert svo ekki sé talað um þegar þeir eru þúsundir talsins.

Aðstoðarborgarstjóri Parísar, Bruno Julliard, sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að áfram verði lásar fjarlægðir af handriðum Pont des Arts og Pont des l'Archevêché. Vonast Julliard til þess að elskendur fari að láta af þessari iðju sinni að hengja ástarlása sína hér og þar í borginni. Hann segir að það þýði hins vegar ekkert að sekta fólk fyrir að hengja lása sína á handriðin og ekki verði settur lögregluvörður á brýrnar allan sólarhringinn.

En lásaæðið er líka farið að fara í taugarnar á ýmsum. Bandarísku stúlkurnar Lisa Anselmo og Lisa Taylor Huff eru meðal þeirra og hafa þær sett af stað herferð gegn ástarlásunum. 

Ástarbrúin hrundi vegna lásanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert