Juan Manuel Santos var endurkjörinn sem forseti Kólumbíu í gær, en kosningarnar voru þær tvísýnustu í tvo áratugi. Litlu mátti muna að mótframbjóðandi hans, Oscar Ivan Zuluaga, næði kjöri því Santos sigraði með 53% gegn 47% atkvæða.
Zuluaga naut stuðnings fyrrum forseta landsins, Alvaros Uribe, en sumir töldu hann hinn sanna mótframbjóðanda en ekki Zuluaga. Kosningabaráttan fór ekki drengilega fram að öllu leyti því mótframbjóðandi Santos skrifaði til sinna þriggja milljón aðdáenda á Twitter að Santos hygðist gera Kólumbíu að vinstrisinnuðu alræðisríki.
Santos segir að stríðsglæpamönnum verði ekki sýnd nein miskunn á meðan hann situr í forsetastólnum enda tók hann á sínum tíma þátt í að sérþjálfa her Kólumbíu sem nýtur stuðnings bandaríkjahers. Kólumbíuher kom góðu höggi á uppreisnarmenn þar í landi er hann drap þrjá leiðtoga hersins sem kallar sig FARC.