Schumacher getur tjáð sig

Schumacher hefur opnað augun og bregst við röddum og hreyfingu
Schumacher hefur opnað augun og bregst við röddum og hreyfingu AFP

Fyrrum ökuþórinn Michael Schumacher getur tjáð sig við fólkið sem annast hann, konu sína og börn. Hann hefur opnað augun og bregst við röddum og hreyfingu. Þetta segir á vefsíðu þýska blaðsins Bild í dag.

Eins og kom fram í morgun er Schumacher nú vaknaður úr dái sem hann hefur verið í frá lok desember á síðasta ári.

Hann féll og rak höfuðið í stein þegar hann var á skíðum í Frakklandi. Hann hefur nú yfirgefið sjúkrahúsið í Grenoble þar sem hann hefur dvalið á meðan hann var í dái. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert