Schumacher vaknaður úr dái

Michael Schumacher
Michael Schumacher Mynd/AFP

Ökuþórinn Michael Schumacher, sem legið hefur í dái síðan hann lenti í skíðaslysi um áramótin, er nú vaknaður úr dáinu.

Samkvæmt talsmanni spítalans í Grenoble, þar sem Schumacher hefur dvalist, hefur hann nú yfirgefið spítalann og mun hann halda áfram endurhæfingu sinni á ónefndri endurhæfingarstöð. 

Schumacher lá alls í dái í 165 daga eftir skíðaslysið. Læknarnir segja að hann geti tjáð sig og að sé orðinn fær um að nema hreyfingar og hljóð í umhverfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert