Grípur til aðgerða gegn Úgandastjórn

AFP

Bandaríkjastjórn greip í dag til viðskiptaþvingana gegn Úganda vegna framgöngu þarlendra stjórnvalda í garð samkynhneigðra. Greint er frá þessu í frétt AFP í dag.

Meðal þess sem felst í aðgerðunum er að ákveðnum einstaklingum verður neitað um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna auk þess sem hluti af efnahagsaðstoð við landið verður stöðvaður.

Stjórnvöld í Úganda létu setja lög í febrúar sem kveða á um hörð viðurlög við samkynhneigð. Bandaríkjastjórn sagði í tilkynningu í dag að lögin færu gegn almennum mannréttindum og það stæði tvíhliða sambandi landanna fyrir þrifum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka