Sprengjumaðurinn í Stokkhólmi handtekinn

Sænska lögreglan hefur handtekið mann sem gekk inn í hús þar sem skrif­stof­ur sænska Íhalds­flokks­ins eru og hótaði að sprengja sig í loft upp. Enginn slasaðist í aðgerðum lögreglunnar.

Óttast var að maðurinn myndi sprengja sig í loft upp. Lögreglumenn á vettvangi ræddu sín á milli um sjálfsvígsbréf sem maðurinn skrifaði og benti til þess að hann myndi láta verða af því. Enn er stórt svæði í miðborginni lokað.

Lög­regl­an í Stokk­hólmi staðfesti að hót­un manns­ins bein­dist gegn Íhalds­flokkn­um og Jafnaðarmanna­flokkn­um. Síðarnefndi ­flokk­ur­inn er með skrif­stof­ur skammt frá, og lokaði lög­regl­an einnig þeirri bygg­ingu. 

Húsið er við Stora Ny­gat­an 26 í Gamla Stan.

Ekki er vitað hver maðurinn er.

Hér má sjá beina út­send­ingu Expressen.se frá Stokk­hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert