Schumacher verður öryrki allt sitt líf

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. AFP

Michael Schumacher verður öryrki allt sitt líf. Þetta segir sérfræðingurinn Erich Riederer í samtali við The Independent.  Fyrrum ökuþórinn vaknaði úr dái síðastliðinn mánudag en þrátt fyrir það hafa margir læknar bent á að að batahorfur séu ekki jafn góðar og margir hefðu ef til vill ætlað.  

„Hann verður öryrki allt sitt líf og mun alltaf þurfa að treysta á aðstoð annarra,“ segir Riederer. Hann segir að Schumacher glími við varanlegar skemmdir á heila.

Nái hann að setjast upp án aðstoðar á næstu þremur mánuðum og stýra rafknúnum hjólastól innan sex mánaða, verði það að teljast mikill árangur í hans tilviki.

Riederer bendir þó á að vissulega sé jákvætt að Schumacher hafi vaknað úr dáinu. „Það eru mjög jákvæð skilaboð þegar einhver vaknar eftir að hafa verið í dái í hálft ár.“

Schumacher var fluttur frá Grenoble í Frakklandi til Lausanne sjúkrahússins í Sviss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert