Skólastjóra Suður-Kóresks framhaldsskóla hefur verið vikið úr starfi eftir að rúmlega 240 nemendur skólans létu lífið í þegar ferjan Sewol sökk þann 15. apríl sl. Skólastjórinn mun ekki koma til vinnu næstu þrjá mánuðina. Ástæða brottvikningarinnar liggur ekki fyrir.
Maðurinn starfaði í Dawon-menntaskólanum í borginni Ansan. 476 manns voru um borð í ferjunni sem sökk og voru 325 þeirra nemendur við skólann. Fleiri en 240 nemendur létu lífið og tíu kennarar.
Aðstoðarskólastjóri skólans, sem bjargað var úr ferjunni, framdi sjálfsmorð þremur dögum síðar. „Það er of sársaukafullt að lifa, ég tek fulla ábyrgð,“ sagði í bréfi sem hann skildi eftir.