Mætir fyrir dómara vegna sonarmorðsins

Justin Ross Harris, eiginkona hans og Cooper litli.
Justin Ross Harris, eiginkona hans og Cooper litli.

Bandarískur karlmaður, sem ákærður er fyrir manndráp er sonur hann lést, bundinn fastur í bílstól í steikjandi hita í margar klukkustundir, mun mæta fyrir dómara á fimmtudag. Atvikið átti sér stað í Georgiu. Dómarinn mun á morgun taka afstöðu til þess hvort nægileg sönnunargögn séu fyrir því að maðurinn hafi viljandi skilið son sinn eftir í bílnum til að deyja. Barnið, hinn 22 mánaða gamli Cooper, var fastur í bílstólnum í sjö klukkustundir á meðan faðir hans var í vinnunni.

Í ljós hefur m.a. komið að faðir hans hafði leitað á netinu að svörum við spurningum um hversu  lengi dýr gætu verið í bíl í steikjandi hita. Þá segir lögreglan að Harris og móðir drengsins hafi leitað á netinu að upplýsingum um börn í sjóðheitum bílum. 

„Í yfirheyrslu yfir Justin sagðist hann nýlega hafa leitað á netinu að upplýsingum um dauðsföll barna í bílum og hversu hár hiti þyrfti að vera í bílnum áður en það gerðist,“ segir lögreglan, samkvæmt frétt CNN. Móðir drengsins, Leanna, gaf út svipaða yfirlýsingu. Þau segjast hafa leitað upplýsinganna þar sem þau væru hrædd um að þetta gæti komið fyrir son þeirra. 

Cooper litli lést 18. júní. Hann var jarðaður á laugardag. 

Faðirinn, Justin Ross Harris, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann segist saklaus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert