Búrkubann staðfest

Mannréttindadómstóll Evróu staðfesti fyrir skömmu ákvörðun franskra stjórnvalda um að heimilt sé að banna búrkur og slæður sem hylja andlit kvenna.

Tekist var á um hvort búrkumannið væri niður­lægj­andi og brot á trúfrelsi. Kona sem er lýst sem „full­komn­um frönsk­um þegn“ fór með málið fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn.

Um er að ræða 24 ára gamla há­skóla­gengna konu sem hef­ur óskað eft­ir nafn­leynd af ótta við hver viðbrögð við mál­inu verða í Frakklandi. Bann við búrk­um og slæðum sem hylja and­lit al­gjör­lega hef­ur verið í gildi í Frakklandi frá ár­inu 2010. Það var rík­is­stjórn Nicolas­ar Sar­kozy sem setti bannið og nú­ver­andi rík­is­stjórn er því sam­mála.

Kon­an sem sæk­ir málið á einnig fjöl­skyldu í bresku borg­inni Bir­ming­ham og hún tel­ur að bannið sé brot á trúfrelsi og tján­ing­ar­frelsi og að um mis­mun­un sé að ræða.

Lögmaður henn­ar, sem er bresk­ur, Tony Mum­an, sagði við mál­flutn­ing fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um í fyrra að kon­an væri hinn full­komni franski rík­is­borg­ari með há­skóla­gráðu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert