Mannréttindadómstóll Evróu staðfesti fyrir skömmu ákvörðun franskra stjórnvalda um að heimilt sé að banna búrkur og slæður sem hylja andlit kvenna.
Tekist var á um hvort búrkumannið væri niðurlægjandi og brot á trúfrelsi. Kona sem er lýst sem „fullkomnum frönskum þegn“ fór með málið fyrir Mannréttindadómstólinn.
Um er að ræða 24 ára gamla háskólagengna konu sem hefur óskað eftir nafnleynd af ótta við hver viðbrögð við málinu verða í Frakklandi. Bann við búrkum og slæðum sem hylja andlit algjörlega hefur verið í gildi í Frakklandi frá árinu 2010. Það var ríkisstjórn Nicolasar Sarkozy sem setti bannið og núverandi ríkisstjórn er því sammála.
Konan sem sækir málið á einnig fjölskyldu í bresku borginni Birmingham og hún telur að bannið sé brot á trúfrelsi og tjáningarfrelsi og að um mismunun sé að ræða.
Lögmaður hennar, sem er breskur, Tony Muman, sagði við málflutning fyrir Mannréttindadómstólnum í fyrra að konan væri hinn fullkomni franski ríkisborgari með háskólagráðu.