Pilturinn var brenndur lifandi

Óeirðir brutust út í Shuafat-hverfinu í Austur-Jerúsalem á fimmtudag, eða …
Óeirðir brutust út í Shuafat-hverfinu í Austur-Jerúsalem á fimmtudag, eða degi eftir að fréttir bárust af dauða piltsins. Mikil spenna ríkir í samskiptum Ísraela og Palestínu í kjölfar morðanna. AFP

Sextán ára gamall palestínskur pilitur, sem var myrtur í Jerúsalem, var brenndur lifandi. Þetta hefur bráðabirgðaniðurstaða krufningar leitt í ljós að sögn dómsmálaráðherra Palestínu. Pilturinn er jafnframt sagður hafa hlotið höfuðhögg.

Stjórnvöld í Ísrael segja aftur á móti að margt sé enn óljóst varðandi dauð piltsins, sem hét Mohammad Abu Khdair.

Hann var myrtur eftir að þremur ungum Ísraelsmönnum, sem voru 16 og 19 ára gamlir, var rænt og þeir myrtir.

Ísraelskir læknar framkvæmdu krufninguna að viðstöddum yfirmanni stofnunar í réttarmeinafræði í Palestínu. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að pilturinn hafi verið með brunasár á um 90% líkamans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert