Pilturinn var brenndur lifandi

Óeirðir brutust út í Shuafat-hverfinu í Austur-Jerúsalem á fimmtudag, eða …
Óeirðir brutust út í Shuafat-hverfinu í Austur-Jerúsalem á fimmtudag, eða degi eftir að fréttir bárust af dauða piltsins. Mikil spenna ríkir í samskiptum Ísraela og Palestínu í kjölfar morðanna. AFP

Sex­tán ára gam­all palestínsk­ur pilit­ur, sem var myrt­ur í Jerúsalem, var brennd­ur lif­andi. Þetta hef­ur bráðabirgðaniðurstaða krufn­ing­ar leitt í ljós að sögn dóms­málaráðherra Palestínu. Pilt­ur­inn er jafn­framt sagður hafa hlotið höfuðhögg.

Stjórn­völd í Ísra­el segja aft­ur á móti að margt sé enn óljóst varðandi dauð pilts­ins, sem hét Mohammad Abu Khda­ir.

Hann var myrt­ur eft­ir að þrem­ur ung­um Ísra­els­mönn­um, sem voru 16 og 19 ára gaml­ir, var rænt og þeir myrt­ir.

Ísra­elsk­ir lækn­ar fram­kvæmdu krufn­ing­una að viðstödd­um yf­ir­manni stofn­un­ar í rétt­ar­meina­fræði í Palestínu. Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins, að pilt­ur­inn hafi verið með bruna­sár á um 90% lík­am­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka