Bannað að koma til Krím

Rússneskir hermenn á Krímskaga.
Rússneskir hermenn á Krímskaga. AFP

Ein­um helsta leiðtoga tatara á Krímskaga, Refat Chubarov, hef­ur verið meinað að snúa aft­ur til Krímskaga. Hann má ekki fara til héraðsins fyrr en árið 2019.

„Mér líður eins og allt ríkið hafi lýst yfir stríði við mig,“ sagði hann í sam­tali við AFP og bætti við: „Þetta er aðeins lít­ill hluti af því mikla órétt­læti sem á sér nú stað á Krímskaga.“

Eins og kunn­ugt er inn­limuðu stjórn­völd í Rússlandi Krímskaga í fe­brú­ar­mánuði. Rúss­nesk stjórn­völd hafa einnig meinað öðrum leiðtoga tatara, Mu­stafa Dzhemilev, að koma í héraðið næstu fimm árin.

Íbúar Krím­ar eru um 2,3 millj­ón­ir og skipt­ast í þrjá meg­in­hópa: Úkraínu­menn í norður­hlut­an­um, Rússa í suður­hlut­an­um og á milli þeirra eru tatar­ar sem tala tyrk­neskt mál og eru mús­lim­ar. Sam­kvæmt mann­tali frá ár­inu 2001 eru Rúss­ar um 58% íbúa Krímskaga, 24% Úkraínu­menn og 12% eru tatar­ar.

Talið er að tatar­ar séu nú yfir tíu millj­ón­ir og flest­ir þeirra búa í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu og Kína. Í Rússlandi búa um 5,5 millj­ón­ir tatara, þar af tvær millj­ón­ir í Tatar­stan.

Tatar­ar eru mjög and­snún­ir sam­ein­ingu við Rúss­land. Þeir minn­ast þess þegar Jós­ef Stalín flutti marga þeirra nauðung­ar­flutn­ing­um í aust­ur­héruð Sov­ét­ríkj­anna í seinni heims­styrj­öld­inni.

Þeir sniðgengu kosn­ing­arn­ar um inn­limun Krímskag­ans í fe­brú­ar­mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert