Skýrslunum var líklega eytt

Breska þinghúsið.
Breska þinghúsið. AFP

Ráðuneytisstjóri breska innanríkisráðuneytisins segir að 114 skýrslum um meinta barnaníð stjórnmálamanna á níunda og tíunda áratugnum hafi „líklega verið eytt.“

Ráðuneytisstjórinn, Mark Sedwill, sat í dag fyrir svörum þingnefndar um málið en nefndin reynir að komast að því hvað varð um skýrslurnar sem unnar voru á sínum tíma og sendar ráðuneytinu. 

Sedwill segir að engar skýrslur frá þessum tíma finnist í skjalasafni ráðuneytisins. Hann segist „hafa áhyggjur“ vegna týndu skýrslnanna en segist enga vitneskju hafa um hver fyrirskipaði eyðingu þeirra.

Í frétt Sky-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi sagt nefndinni að rannsókn væri hafin á því innan ráðuneytisins hvað hafi orðið um skýrslurnar. Málið snýst um meint barnaníð fjölda stjórnmálamanna, m.a. þingmanna og ráðherra.

Innanríkisráðherra Bretlands hefur skipað Butler-Sloss barónessu formann rannsóknarnefndar sem á að komast að því hvernig farið var með upplýsingar um meint barnaníð stjórnmálamanna sem bárust m.a. lögreglu og stjórnsýslunni á sínum tíma. Butler-Sloss er vön slíkri rannsóknarvinnu en hún fór m.a. fyrir rannsókn í tengslum við andlát Díönu prinsessu og unnusta hennar, Dodis Fayeds.

Hóp­ur valda­mik­illa breskra barn­aníðinga framdi „verstu brot sem hugs­ast geta“ gegn börn­um. Of­beldið stóð ára­tug­um sam­an. Í hópn­um voru þing­menn og ráðherr­ar, að minnsta kosti tutt­ugu tals­ins. Þessu held­ur Peter McKel­vie fram, en hann hef­ur lengi bar­ist fyr­ir rétt­ind­um barna og urðu fyr­ir­spurn­ir hans um málið m.a. til þess að lög­regl­an hóf rann­sókn árið 2012. Fleiri hafa tekið und­ir með McKel­vie og ým­is­legt bend­ir til þess að mál­in hafi verið þögguð niður á sín­um tíma. 

Frétt mbl.is: Fóru með drengi eins og kjötstykki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert