Jarðskjálfti nálægt Fukushima

Íbúar Fukushima eru margir hverjir ósáttir við kjarnorkuverið í borginni.
Íbúar Fukushima eru margir hverjir ósáttir við kjarnorkuverið í borginni. AFP

Jarðskjálfti mældist 6,8 á Richter-kvarðanum í Kyrrahafinu norðaustur af Japan í morgun. Skjálftinn skók borgina Fukushima og í kjölfarið gáfu yfirvöld í borginni út flóðaviðvörun. Lítilsháttar meiðsl hafa verið á fólki.

Borgin Fukushima er best þekkt fyrir kjarnorkuslys í kjölfar jarðskjálfta árið 2011 þar sem 18 þúsund manns létu lífið. Slysinu hefur verið lýst sem versta kjarnorkuslysi sögunnar, ásamt sprengingunni í Chernobyl árið 1986.

Jarðskjálftafræðingar segja skjálftann í morgun vera eftirskjálfta frá slysinu árið 2011 og vara við því að fleiri skjálftar geti orðið síðar í dag.

„Við óttumst að öðru hverju muni stórir skjálftar verða á svæðinu sem eftirskjálftar eftir slysið árið 2011. Þó að slíkum eftirskjálftum hafi fækkað með tímanum munu þeir halda áfram að verða öðru hvoru með fylgjandi flóðbylgjum,“ segir Yasuhiro Yoshida hjá japönsku veðurstofunni.

Veðurstofunni bárust margar hringir frá íbúum Tokyo sem höfðu vaknað við skjálftann, en Tokyo er um 200 kílómetra frá skjálftaupptökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert