Lögreglan í Bretlandi hóf í dag stórfellda lögregluaðgerð þar sem yfir 600 manns voru handteknir, grunaðir um barnaníð. Á meðal þeirra handteknu eru læknar, kennarar og heilbrigðisstarfsmenn. Öll lögregluumdæmi Bretlandseyja tóku þátt í aðgerðinni sem krafðist sex mánaða skipulagningu.
Aðgerðin áttu upprunalega að taka á fjölgun á klámfengum myndum af börnum á netinu, en aðgerðin vatt síðan upp á sig. Að sögn National crime agency (NCA) er öryggi um 400 barna nú betur tryggt en áður.
„Þetta er aðgerð sem hefur krafist samvinnu á milli lögreglustofnana af áður óþekktri stærðargráðu hér í Bretlandi,“ segir Phil Gormley, framkvæmdastjóri NCA og bætti við: „Okkar markmið var að tryggja öryggi barna sem hafa orðið fyrir misnotkun og þeirra sem hafa lifað í ótta. Það er ekki aðeins misnotkun að taka klámfengna mynd af barni, heldur er það misnotkun í hvert skipti sem slík mynd er skoðuð af einhverjum.“
Sjá frétt The Telegraph