Enn er unnið að því að koma skemmtiferðaskipinu Costa Concordia af strandstað við ítölsku eyjuna Giglio. Þrjátíu loftpúðar eru notaðir til verksins sem og miklar keðjur til að draga skipið á leiðarenda en það verður notað í brotajárn.
Costa Concordia strandaði í janúar árið 2012 og hefur því verið á strandstað í meira en tvö og hálft ár.
Á þriðjudag var síðustu keðjunum komið í skipið en í dag og á morgun verður hafist handa við að draga það burt. Þegar er búið að koma því nokkuð frá ströndinni.
Endastöð skipsins verður í Genúa, í norðvesturhluta Ítalíu. Þar verður skipið tekið í sundur.