40 þúsund hafa flúið heimili sín

Fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín á Gaza svæðinu …
Fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín á Gaza svæðinu undanfarna daga. MOHAMMED ABED

Fjöldi þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna á Gaza svæðinu hefur næstum því tvöfaldast síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram í ályktun Chris Gunness, sem er talsmaður fyrir Sameinuðu þjóðirnar. 

Samkvæmt Gunness hefur fjöldi þeirra sem leita til Sameinuðu þjóðanna í Palestínu eftir húsaskjóli farið úr 22 þúsund í 40 þúsund síðan að Ísraelsher hóf landhernað á Gaza svæðinu í gærkvöldi. 

„Við erum með 34 skýli í okkar umsjá í Palestínu,“ sagði Guness. Jafnframt hefur starfsfólk samtakanna í Palestínu beðið um 60 milljón dollara (6,9 milljarðar íslenskra króna) styrk til þess að geta hýst allt fólkið sem er og verður heimilislaust á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert