Kallar eftir hlutlausri rannsókn

Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði eftir „nákvæmri og hlutlausri“ rannsókn á flugslysinu í Úkraínu í gær, í símtali við forsætisráðherra Hollands í dag. Þetta hefur the Moscow Times eftir yfirlýsingu frá forsetaembættinu. 

Jafnframt sagði Pútín að harmleikurinn undirstrikaði nauðsyn þess að stilla til friðar í Úkraínu.

Meirihluti þeirra 298 sem létust í flugslysinu í gær voru hollenskir ríkisborgarar. Boeing 777 flugvél flugfélagsins Malaysian Airlines hrapaði nálægt landamærum Rússlands og Úkraínu í gær. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til K. Vélin hrapaði nálægt svæðinu þar sem að úkraínskar hersveitir hafa barist hart við uppreisnarmenn undanfarna daga. 

Yfirvöld í Kænugarði hafa ásakað uppreisnarmennina, sem aðhyllast Rússlandi, um að skjóta niður farþegavélina með aðstoð frá fulltrúum rússnesku leynilögreglunnar. 

Hinsvegar kennir Pútín forseta Úkraínu, Petro Poroshenko um slysið þar sem hann neitaði að framlengja vopnahlé á milli Úkraínskra hersveita og aðskilnaðarsinnanna.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. ALEXEI NIKOLSKY
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert