„Við skutum niður flugvél“

Ættingjar farþega frá Kuala Lumpur fylgjast með fréttum af hrapi …
Ættingjar farþega frá Kuala Lumpur fylgjast með fréttum af hrapi farþegaþotunnar í gær. AFP

Úkraínska leyniþjónustan (SBU) hefur gefið út hljóðbrot úr hleruðu símtali á milli aðskilnaðarsinna og leyniþjónustu rússneska hersins. Í símtalinu virðast aðskilnaðarsinnar lýsa yfir ábyrgð á því að hafa skotið niður Boeing 777-200 farþegaþotu malasíska flugfélagsins Malasyia Airlines. Þessu er greint frá á vef The New York Times.

Samkvæmt þýðingu úkraínska dagblaðsins Kyiv Post á símtalinu byrjar samtalið á því að leiðtogi aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, segir við rússnesku leyniþjónustuna: „Við skutum niður flugvél.“

The New York Times hefur birt skýringarmyndband á vef sínum en það má sjá hér að neðanverðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert