Þúsundir söfnuðust saman í dag til að krefjast handtöku þeirra sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sex ára stúlku í skóla í Bangalore í Indlandi fyrr í mánuðinum.
Tveir starfsmenn skólans hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað stúlkunni. Foreldrar barna í skólanum hafa ásakað skólayfirvöld fyrir að reyna koma í veg fyrir að málið kæmist á yfirborðið. Samkvæmt frétt AFP hefur skólinn þó nú sagt að hann muni veita lögregluyfirvöldin aðstoð við rannsókn málsins.
Fólkið sem mótmælti í dag voru ekki aðeins foreldrar barna í þeim skóla þar sem nauðgunin fór fram heldur einnig foreldrar nemenda úr skólum í nágrenninu.
Mómtælendurnir gengu frá skólanum að lögreglustöðinni þar sem rannsókn málsins fer fram. Lögreglustjórinn bað mótmælendurnar um að sýna þolinmæði. „Ég bið ykkur um að hafa trú á okkur. Við munum bregðast við þessu máli,“ sagði hann m.a. Jafnframt sagði hann að lögreglan á svæðinu ynni nótt og dag að rannsókn málsins.
Nýkjörinn forsætisráðherra landsins Narendra Modi hefur sagt að ekkert umburðarlyndi verði sýnt gagnvart glæpum gegn konum á hans valdatíð. Nauðganir eru algengar í Indlandi en samkvæmt tölum frá yfirvöldum er tilkynnt um eina nauðgun í landinu á 21 mínútna fresti.
„Nauðguðu sex ára nemanda í skólanum“