Samkvæmt heimildum franska blaðsins Le Parisien mun Francois Hollande Frakklandsforseti biðja unnustu sinnar, Julie Gayet. Samband Hollandes við Gayet komst í fjölmiðla í desember á síðasta ári enda bjó hann enn með Valérie Trierweiler. Mánuði seinna endaði hann samband sitt við Trierweiler. Vilja franskir fjölmiðlar meina að sagan af Gayet sé „saga viðhaldsins sem vildi ekki lengur vera í felum“. Fjölmiðlar töldu reyndar á tímabili að sambandi Gayets og Hollandes væri líka lokið en svo virðist sem skötuhjúin hafi aðeins farið með sambandið í felur á meðan öldurnar lægði í kringum þau.
Hátt settir menn innan Sósíalistaflokksins eru sagðir setja mikla pressu á Hollande að innsigla sambandið, enda telja þeir að með því verði bundinn endi á sögurnar af ástalífi hans, sem hafa haldist í kastljósi fjölmiðla lengi. Suma grunar að þau muni ganga í það heilaga hinn 12. ágúst næstkomandi en þá fagnar Hollande 60 ára afmæli.
Gayet yrði fyrsta konan sem Hollande giftist því hann giftist hvorki Trierweiler né Ségolene Royale, sem er móðir fjögurra barna hans.
Sjá frétt The Telegraph