Leystur frá störfum eftir hengingartak

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu. Skjáskot

Lögreglumaðurinn David Pantaleo hefur nú verið leystur frá störfum eftir að hann tók mann hengingartaki um helgina, en maðurinn lést í kjölfarið. At­b­urður­inn var tek­inn upp á mynd­band og sést þar hvernig Pan­ta­leo tek­ur hinn 43 ára gamla Eric Garner svo­nefndu heng­ing­ar­taki. Í kjölfarið má sjá Garner berj­ast fyr­ir lífi sínu og heyr­ist hann segja að hann geti ekki andað.

Pantaleo, sem hefur starfað fyrir lögregluna í New York í átta ár, hefur nú þurft að skila merki sínu og byssu og fer að vinna skrifstofustarf fyrir embættið. 

Samkvæmt tímaritinu Time sýna opinber gögn að Pantaleo hefur verið kærður þrisvar seinustu tvö ár fyrir kynþáttatengdar handtökur á Staten Island. 

Enn á eftir að úrskurða hvað það var nákvæmlega sem dró Garner til dauða. 

Borgarstjóri New York, Bill De Blasio, hefur tjáð sig um atvikið og kallaði það „mjög truflandi“.

„Lést eftir hengingartak lögreglu“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert