Farþegarnir skoða Costa Concordia

Farþegar sem lifðu af strand skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hafa nú komið að flakinu undanfarna daga sem senn verður dregið frá eyjunni Gigli að borginni Genúa, þar sem það verður rifið í brotajárn.  

Umfangsmikil aðgerð hófst í síðustu viku við að ná skipinu af strandstað. Til verksins eru m.a. notuð risastór flotholt. Nú er skipið komið á flot og á miðvikudag fer það í sína hinstu för.

32 létust er skipið strandaði í janúar árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert