Herinn í Búrkína Fasó hefur staðfest að brakið af vél Air Algerie sé fundið. Vélin hrapaði yfir Sahara-eyðimörkinni rétt um klukkan 10 í dag. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði.
„Við höfum fundið alsírsku vélina. Brakið er staðsett í Malí, um 50 kílómetrum norður af landamærum Búrkína Fasó,“ sagði Gilbert Diendiere, herforingi sveitarinnar sem fann vélina.
Vélin, sem var af gerðinni Douglas DC-9 hvarf af ratsjá í morgun á dularfullan hátt.
Áður hefur komið fram að vélin stóðst skoðun í vikunni og var í góðu ástandi að sögn Patricks Gandils, yfirmanns frönsku flugmálastjórnarinnar.
Flug AH5017 var á leið frá Burkina Faso til Alsír þegar flugvélin hvarf á flugi fyrir ofan Malí snemma í morgun. 116 farþegar voru í vélinni og þar á meðal voru að minnsta kosti 50 franskir ríkisborgarar.