„Ég er sprelllifandi, hress og kát,“ segir Mariela Castro, dóttir Rauls Castros, forseta Kúbu, en flugvallaryfirvöld í borginni Ouagadougou í Burkina Faso sögðu að hún hefði verið um borð í vél Air Algerie sem hrapaði í Malí í dag.
Flugvöllurinn hafði sett frétt þessa efnis á Facebook-síðu sína, að sögn CNN fréttastofunnar.
Air Algerie hefur gefið út farþegalista vélarinnar. Samkvæmt honum var enginn frá Kúbu um borð.
Mariela hringdi sjálf í fréttamiðil í Venesúela til að leiðrétta fréttina. „Ég er sprellilifandi, hress og kát. Hreinskilnislega skil ég ekki þessa sýningu.“