Leita flaksins í eyðimörkinni

Vél frá Swiftair á lofti. Swiftair á vélina en leigði …
Vél frá Swiftair á lofti. Swiftair á vélina en leigði hana til Air Algerie. AFP

Flugvallaryfirvöld í borginni Ouagadougou í Burkina Faso segja að búið sé að finna flak vélar Air Algerie. Það sama kemur fram í tísti flugfélagsins. Varnarmálaráðherra Frakklands hefur ekki staðfest þessar fréttir en tvær orrustuþotur á þeirra vegum leita flaksins í Malí. „Þrátt fyrir ýtarlega leit hefur enn ekkert fundist,“ segir  Laurent Fabius, varnarmálaráðherra Frakklands.

Þetta kemur fram í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Þar kemur fram flugfélagið fullyrði að flak vélarinnar hafi fundist í eyðimörkinni, milli borganna Gao og Kidal í Malí.

Samband rofnaði við vélina um 50 mínútum eftir flugtak frá Burkina Faso. Vélin var á leið til Alsír. Um borð voru 116.

Veðurfréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar segir að þrumuveður hafi verið á svæðinu sem vélin átti að fljúga um í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert