Tíu fjölskyldumeðlimir fórust með vélinni

Tíu fjölskyldumeðlimir í einni og sömu fjölskyldunni voru á meðal farþega í flugvél Air Algerie sem fórst í Sahara-eyðimörkinni í gær. Fjölskyldan, sem var frönsk, var á leið með vélinni frá Búrkína Fasó til Alsír þar sem þau höfðu verið í brúðkaupi ættingja þeirra. 

„Þetta er algjör martröð. Þessi ferð átti að vera hamingjusamasta ferð lífs þeirra,“ segir fjölskylduvinur við franska dagblaðið Le Dauphiné Libéré. 

Amadou Ouedraogo hefur búið í Frakklandi undanfarin 30 ár, en fæddist í Búrkína Fasó. Hann missti sjö fjölskyldumeðlimi í flugslysinu. „Flugvélin innihélt bróðir minn, konu hans, fjögur börn þeirra og frænda minn. Þau höfðu farið til Búrkína Fasó með börnin sín til þess að kynna þeim fyrir ættfræðilegum rótum sínum og svo gerist þetta. Við verðum að fá að vita nákvæmlega hvað gerðist,“ segir Ouedraogo við The Guardian. 

Skall eins og steinn í jörðina

Enginn lifði flugslysið af, en 118 farþegar voru um borð í vélinni. 54 þeirra voru franskir ríkisborgarar og sagði Francois Hollande, Frakklandsforseti í dag að sorgardagur ríkti í Frakklandi. 

Ómannað flugfar í eigu hersveita í Búrkína Fasó fann brak flugvélarinnar í gær. Ekki er vitað um ástæður þess að flugvélin hrapaði, en mikið óveður var á svæðinu þegar flugið átti sér stað og er talið að það hafi grandað vélinni. 

Leifarnar af vélinni benda til þess að vélin hafi skollið í jörðina „eins og steinn.“ Ekki sé unnt að greina neinar líkamsleifar né farangur farþeganna. 

Ráðherra í Búrkína Fasó, sem ræddi við The Guardian undir nafnleynd, segir að hirðir sem hafi verið að störfum á svæðinu hafi séð vélina skella til jarðar. Lélegt símasamband á svæðinu hafi hins vegar orðið til þess að ekki var hægt að staðfesta að vélin hafi hrapað fyrr en raun bar vitni. 

40 mínútum eftir að vélin tók á loft fengu flugmennirnir upplýsingar um að mikið óviðri væri framundan. Þeir breyttu því um stefnu. Stuttu síðar hvarf vélin af ratsjám og ekkert spurðist til hennar fyrr en hún fannst brotlent í eyðimörkinni. 

Sjá frétt The Guardian

Amadou Ouedraogo missti fjö fjölskyldumeðlimi í flygslysinu.
Amadou Ouedraogo missti fjö fjölskyldumeðlimi í flygslysinu. Mynd/AFP
Forseti Búrkína Fasó heimsækir hér slysstaðin. Eins og sjá má …
Forseti Búrkína Fasó heimsækir hér slysstaðin. Eins og sjá má er lítið eftir af flugvélinni. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert