Einn af þeim sem vörpuðu sprengjunni

Theodore Van Kirk er lengst til vinstri á myndinni sem …
Theodore Van Kirk er lengst til vinstri á myndinni sem tekin var í ágúst 1945. AFP

Áhöfn bandarísku flugvélarinnar Enola Gay, sem varpaði fyrri kjarnorkusprengjunni sem beitt var í stríði á Japan í seinni heimstyrjöldinni, er nú öll látin en síðasti eftirlifandi meðlimur áhafnarinnar lét lífið í gær.

Theodore Van Kirk, Dutch, var 24 ára aðstoðarflugmaður í fluginu en í heild voru tólf í áhöfninni. Sprengjunni var varpað á Hiroshima að morgni 6. ágúst 1945 og létu 140 þúsund manns lífið, eða meira en helmingur þeirra sem bjuggu í borginni á þessum tíma.

Annarri kjarnorkusprengju var varpað á Nagasaki þremur dögum seinna en þar féllu 70 þúsund manns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert