Á Rob Ford enn möguleika?

Rob Ford hér í apríl þegar hann hóf kosningabaráttu sína …
Rob Ford hér í apríl þegar hann hóf kosningabaráttu sína formlega. Mynd/AFP

Í síðustu viku birt­ust niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar í Toronto í Kan­ada fyr­ir borg­ar­stjóra­kosn­ing­arn­ar sem haldn­ar verða í nú í októ­ber. Niður­stöðurn­ar gefa til kynna að erfitt verði fyr­ir Rob Ford að hljóta end­ur­kjör eft­ir fjöld­ann all­an af hneykslis­mál­um sem upp hafa komið á kjör­tíma­bil­inu. 

Hann mæl­ist í mæl­ing­um Maple Leaf Stra­tegies með 23% fylgi, sem er lægra en tveir aðrir fram­bjóðend­ur. John Tory mæl­ist efst­ur með 30% og Oli­via Chow með 26%. Það sem ger­ir Ford erfitt fyr­ir er hversu ein­angraður stuðnings­hóp­ur hans er, þegar stuðnings­menn Tor­ys voru spurðir hvern þeir myndu setja í annað sætið, svöruðu aðeins 13% þeirra Ford, og á meðal stuðnings­manna Chows var hlut­fallið aðeins 3%. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert