Hermenn úr íslömsku samtökunum IS hafa tekið um 500 meðlimi Yazidi þjóðflokksins af lífi og grafið þá í fjöldagröfum í Norður-Írak. Fulltrúi stjórnvalda í Írak sagðist í dag hafa sannanir fyrir því að hluti fórnarlambanna hafi verið grafinn lifandi, þar á meðal börn og konur.
IS-samtökin hafa hrakið um 150 þúsund meðlimi Yazidi þjóðflokksins á flótta upp Sinjar-fjall. Þá hafa samtökin einnig hneppt um 300 konur í þrældóm.
Fyrr í dag bárust fréttir af því að 20 þúsund flóttamanna hafi komist yfir landamærin til Sýrlands. Þaðan verður fólkið flutt til Kúrdistan. Bandaríski herinn stundar nú loftárásir á sveitir IS sem hafa farið eins og stormsveipur um Norður-Írak og myrt þá sem hafna íslamskri trú.
Sjá frétt Sky News