„Tjáið ást ykkar með sjálfu“

Pont des Arts í París.
Pont des Arts í París. AFP

„Tjáið ást ykkar með sjálfu (e. selfie) ekki lásum,“ eru skilaboðin sem elskendur í París fengu frá yfirvöldum í morgun. Borgaryfirvöld í París hafa í öryggisskyni fjarlægt þúsundir ástarlása sem hafa verið hengdir á brýr borgarinnar en skemmst er að minnast hruns brúnarinnar Pont des Arts.

Hún hrundi vegna álagsins af ástarlásunum en þúsundir elskenda víða um heim fara þangað á hverju ári og innsigla ást sína með því að krækja lás með nöfnum sínum á handriðið og kasta lykl­in­um í Signu til marks um að þeir hafi skilið ást sína eft­ir í Par­ís.

Fjarlægðu hálft tonn af ástarlásum

Ástarbrúin hrundi vegna lásanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka