Útför sextán farþega sem voru um borð í MH17 þegar hún var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí sl. fer fram þann 22. ágúst nk. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir þann dag í Malasíu.
Flogið verður sérstaklega með kistur fólksins og mun kóngur Malasíu, forsætisráðherra og aðrir embættismenn taka á móti kistunum. Þá verður mínútu löng þöng á alþjóðaflugvellinum í Kulala Lumpur.
Því næst verða kisturnar fluttar til ættingja fólksins þar sem farþegarnir verða lagðir til hvílu. Líkin eru af fimmtán malasísksum ríkisborgunum og einum hollenskum.