„Það er engin ebóla“

413 hafa látist í ebóla-faraldrinum í Líberíu. Víða hafa verið …
413 hafa látist í ebóla-faraldrinum í Líberíu. Víða hafa verið sett upp tjöld þar sem sjúklingar gangast undir meðferð. AFP

Vopnaðir menn réðust inn í einangrunarmiðstöð fyrir sjúklinga smitaða af ebóla-veirunni í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í nótt. Mennirnir brutu niður hurð, gengu berserksgang á svæðinu og æptu að það „væri engin ebóla“.  

Miðstöðin sem sett var upp í framhaldsskóla í úthverfi borgarinnar hýsti 29 smitaða sjúklinga sem gengust þar undir undirbúningsmeðferð fyrir innlögn á sjúkrahús. A.m.k. tuttugu sjúklingar, auk nokkurra hjúkrunarfræðinga flúðu hins vegar þegar mennirnir réðust inn vopnaðir bareflum og hafa ekki allir skilað sér til baka.

Samkvæmt tölum frá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO hafa 1.145 manns látist í ebóla faraldrinum á síðustu fimm mánuðum, þar af flestir í Líberíu eða 413.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert