Var skotinn sex sinnum

Michael Brown, 18 ára unglingsdrengurinn sem var skotinn var til bana í bænum Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum af lögreglumanni, var skotinn sex sinnum. Þetta kom fram í bandaríska dagblaðinu New York Times í gærkvöldi.

Fram kemur í frétt AFP að Brown hafi verið skotinn tvisvar í höfuðið og fjórum sinnum í hægri handlegg samkvæmt krufningarskýrslu sem gerð var fyrir fjölskyldu hans. Öll skotin lentu framan á líkama hans. Dauði Brown 9. ágúst síðastliðinn hefur leitt til mikilla mótmæla í Ferguson undanfarna daga. Kastað hefur verið eldsprengjum að lögreglu samkvæmt upplýsingum frá henni auk þess sem skotið hefur verið af byssum.

Óeirðarlögreglan beitti táragasi á mótmælendur í gærkvöldi og brynvörðum farartækjum til þess að dreifa þeim. Einkum var um að ræða ungt fólk samkvæmt fréttinni. Þá var gripið til þess ráðs að koma á útgöngubanni í bænum um helgina.

Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í Ferguson í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert