Fyrstu líkamsleifar áströlsku farþega MH17 sem létu lífið er farþegavélin var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí sl. verða fluttar til Ástralíu í þessari viku. Þetta sagði Tony Abbott, forsætisráðherra landsins, á minningarathöfn í Canberra.
38 íbúar og ríkisborgarar Ástralíu létu lífið í árásinni, þar á meðal nokkur börn. Flugvélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur með 298 farþega og áhöfn innanborðs. Allir í vélinni létu lífið.
Abbott sagði að ferlið hefði tekið langan tíma og það væri ekki fyrr en í þessari sem fyrstu líkamsleifarnar yrðu fluttar heim. Minnismerki um fórnarlömbin verður reist í garðinum við þinghúsið.
193 Hollendingar létu lífið í árásinni en búið er að bera kennsl á 173 þeirra.