Drápu leiðtoga Shebab-samtakanna

Shebab-samtökin hafa staðið fyrir hryðjuverkum í Afríku á síðustu árum.
Shebab-samtökin hafa staðið fyrir hryðjuverkum í Afríku á síðustu árum. STRINGER

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að leiðtogi Shebab-samtakanna, Ah­med Abdi Goda­ne, hafi verið drepinn í loft­árás á búðir Shebab-samtakanna í Sómalíu fyrr í þessari viku. Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, þakkaði í dag Bandaríkjunum fyrir að hafa drepið Godane.

Goda­ne, sem oft geng­ur und­ir nafn­inu Abu-Zu­bayr, er sam­kvæmt skil­grein­ingu banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins einn af átta hættu­leg­ustu hryðju­verka­mönn­um heims sem ganga laus­ir.

Ah­med Abdi Goda­ne hef­ur getið sér orð fyr­ir að vera bók­hneigður, ljóðelsk­ur og mælsk­ur, en jafn­framt svo grimm­ur og mis­kunn­ar­laus blóðhund­ur að jafn­vel Osama bin Laden varð um og ó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert