Heittrúaður og miskunnarlaus

Ahmad Umar Abu Ubaidah tekur við leiðtogahlutverkinu af Ahmed Abdi …
Ahmad Umar Abu Ubaidah tekur við leiðtogahlutverkinu af Ahmed Abdi Godane AFP

Nýr leiðtogi sómölsku hryðjuverkasamtakanna Shebab er sagður vera heittrúaður og miskunnarlaus harðlínumaður. 

Í tilkynningu frá Shebab í gær er staðfest að leiðtogi samtakanna, Ahmed Abdi Godane, hafi verið drepinn í loftárás Bandaríkjahers á mánudag. Jafnframt kom fram að  Ahmad Umar, sem er einnig þekktur undir nafninu Abu Ubaidah, hafi tekið við sem leiðtogi samtakanna.  

Mjög lítið er vitað um Abu Ubaidah opinberlega og segja Shebab-liðar að hann hafi verið mjög náinn Godane. Heimildir herma að hann hafi tekið þátt í innanhúshreinsunum hjá samtökunum þegar Godane lét drepa nokkra lykilmenn innan samtakanna. 

Abu Ubaidah er einnig talinn hafa staðið á bak við morðið á bandaríska hryðjuverkamanninum Omar Hammami sem áður barðist með Shebab.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert