Með krabbameinsæxli í maga

Rob Ford, borgarstjóri Toronto.
Rob Ford, borgarstjóri Toronto. AFP

Borg­ar­stjór­inn um­deildi í Toronto í Kan­ada, Rob Ford, var í dag flutt­ur með sjúkra­bif­reið á sér­staka stofn­un sem veit­ir meðferð við krabban­eini en hann var flutt­ur á sjúkra­hús í gær eft­ir að rann­sókn­ir leiddu í ljós að hann væri með krabba­mein­sæxli í maga.

Fram kem­ur í frétt AFP að Ford hafi snúið aft­ur til starfa í júní eft­ir að hafa verið tvo mánuði í fíkni­efna- og áfeng­is­meðferð. Hann leitaði til lækn­is vegna mik­illa verkja sem höfðu verið viðvar­andi í þrjá mánuði og fóru versn­andi í vik­unni. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort æxlið er góðkynja eða ill­kynja og er beðið niðurstaðna um það.

Ford hef­ur verið um­deild­ur vegna áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu sinn­ar og ým­issa hneykslis­mála í tengsl­um við hana. Hann sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri í borg­ar­stjóra­kosn­ing­un­um sem fram fara októ­ber. Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um er hann í öðru sæti á eft­ir íhalds­mann­in­um John Tory.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert